GETA – Samtök eru félagasamtök sem vinna að jákvæðu fjölmenningarlegu samfélagi. Í samtarfi við menningarstofnanir og sveitarfélög á Höfuðborgarsvæðinu standa samtökin fyrir fjölbreyttum viðburðum, listasmiðjum og hátíðum sem hafa að markmiði að stuðla að inngildingu og fagna fjölbreytileikanum.

Hluti af starfssemi GETU er að bjóða upp á félagsstarf sem er sérstaklega ætlað til að styrkja og valdefla flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd. Með reglulegum samverustundum er leitast við að rjúfa félagslega einangrun flóttafólks, efla getu þeirra og virkni.

GETA – Samtök eru rekin án fjárhagslegs ávinnings og styðja við allt flóttafólk óháð bakgrunni, trú eða þjóðerni.

Meðal samstarfsaðila eru Menningarhúsin í Kópavogi, Hafnarborg, Bókasafn Hafnarfjarðar og Ástjarnarkirkja. Samtökin eiga jafnframt í virku samtali og samstarfi við Stoðdeild flóttafólks og umsækjenda um vernd hjá Félagsþjónustunni í Hafnarfirði.