GETA – hjálparsamtök eru félagasamtök sem styðja við flóttafólk og umsækjendur um vernd.

GETA – hjálparsamtök standa fyrir ýmis konar félagsstarfi og viðburðum fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd. Með reglulegum samverustundum, listasmiðjum og öðrum viðburðum er leitast við að rjúfa félagslega einangrun flóttafólks, efla getu þeirra og virkni og stuðla þannig að jákvæðu fjölmenningarlegu samfélagi.

GETA – hjálparsamtök eru með fast aðsetur í Vonarhöfn, æskulýðssal Hafnarfjarðarkirkju, þar sem samtökin eru með opin hús fyrir flóttafólk og umsækjendur um vernd á hverjum föstudegi, allt árið um kring. Opnu húsin eru grunnurinn í starfsemi GETU, en auk þess standa samtökin fyrir fjölbreyttum viðburðum í samstarfi við ýmsar menningarstofnanir á höfuðborgarsvæðinu

GETA – hjálparsamtök eru rekin án fjárhagslegs ávinnings og styðja við allt flóttafólk óháð bakgrunni, trú eða þjóðerni.