Á mínu máli

Viðburðir á ýmsum tungumálum í samstarfi við Hafnarborg

Fjölmenning

Á mínu máli er viðburðadagskrá sem miðar að því að auka aðgengi fólks með margs konar bakgrunn að Hafnarborg með því að bjóða gesti velkomna á ólíkum tungumálum. Boðið er upp á opnar listasmiðjur, leiðsagnir og aðra viðburði á ýmsum tungumálum.


Dagskráin er samstarf Hafnarborgar og GETU – Samtaka sem hefur hlotið styrk úr
safnasjóði.