
Alþjóðlegir foreldramorgnar eru samstarf GETU, Ástjarnarkirkju og Vinnumálastofnunar
Notalegar samverustundir
Alþjóðlegir foreldramorgnar eru notalegar samverustundir fyrir foreldra og börn af erlendum uppruna sem haldnir eru í Ástjarnarkirkju á hverjum miðvikudagsmorgni yfir vetrartímann. Fólk af ýmsu þjóðerni kemur saman og deilir reynslu sinni á meðan börnin leika. Starfsfólk GETU hefur umsjón með tónlistarstundum og föndurstundum.
Viðburðurinn er opinn fólki af öllu þjóðerni og trúaruppruna.
