
2022 -2024
Árlegir ókeypis markaðir fyrir flóttafólk og umsækjendur um vernd.

Góð þátttaka
Á árunum 2022-2024 stóðu GETA – Samtök fyrir ókeypis markaði fyrir flóttafólk og umsækjendur um vernd einu sinni á ári í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju.
Á markaðnum voru ný og notuð föt fyrir börn og fullorðna, smáhlutir fyrir heimilið, snyrtivörur, leikföng og fleira. Allar vörur voru gefins.
Markaðarnir voru einstaklega vel sóttir. Árið 2022 sóttu 200 manns viðburðinn, en árið 2023 fór fjöldi gesta upp í 400 manns og var fjöldi gesta svipaður árið 2024.
Mikill fjöldi einstaklinga og fyrirtækja gáfu hluti og fatnað á markaðinn.
Umfjöllun mbl um markaðinn 2023


Við bjóðum allt flóttafólk velkomið óháð bakgrunni, trú eða þjóðerni.