GETA – Samtök eru félagasamtök sem voru stofnuð í Hafnarfirði í byrjun apríl 2022. Við samtökin starfa tveir starfsmenn í hlutastarfi auk fjölda smiðjukennara, leiðbeinenda og sjálfboðaliða.

Jorika Trunda
Jorika er verkefnastjóri GETU – hjálparsamtaka.
Jorika er með BA gráðu í sálfræði og sérkennslufræðum sem hún lauk við Charles University í Prag. Hún stundar um þessar mundir mastersnám við Háskóla Íslands í hnattrænum fræðum, fólksflutningum og fjölmenningu (e. Global Studies with Focus on Migration and Multicultural Society). Þar rannsakar Jorika félagsstarf fyrir umsækjendur um vernd á Íslandi, en í sálfræðináminu í Prag vann hún sem aðstoðarmaður við rannsókn á kynjamisrétti. Jorika hefur reynslu af því að vinna með fötluðum einstaklingum, bæði fullorðnum og börnum, meðal annars sem aðstoðarmaður barna með sérþarfir í frístundarheimili Víðistaðaskóla. Auk þess hefur Jorika hefur hlotið sérstaka þjálfun í viðbrögðum við krísum fyrir geðheilsuteymi (e. Crisis Intervention Training).

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir
Ingunn Fjóla er stofnandi og framkvæmdastjóri GETU – hjálparsamtaka
Ingunn Fjóla er með BA og MA gráðu í myndlist, auk BA gráðu í listasögu. Hún er starfandi myndlistarmaður og listfræðingur með mikla reynslu af myndlistarkennslu fyrir börn og fullorðna. Undanfarin ár hefur Ingunn Fjóla unnið sem stundakennari við Listaháskóla Íslands og Myndlistaskólann í Reykjavík samhliða eigin listsköpun. Hún hefur starfað við leiðsagnir og sem verkefnastjóri fræðslu- og miðlunar hjá Listasafni Reykjavíkur, en einnig gegnt starfi verkefnastjóra myndlistardeildar Listaháskóla Íslands og framkvæmdastjóra Nýlistasafnsins.
Í gegnum tíðina hefur Ingunn sinnt ýmsum trúnaðarstörfum, stýrt verkefnum, sýningum og menningarviðburðum.