
Spilað á íslensku
Vettvangur fyrir fullorðna til að æfa sig í íslensku í gegnum spil.
Talað og spilað í Bókasafni Kópavogs
Tala og spila er viðburðarröð á Bókasafni Kópavogs þar sem öll þau sem vilja æfa sig í íslensku geta komið, tekið í spil og æft sig að tala íslensku með aðstoð íslenskukennara og sjálfboðaliða frá GETU -hjálparsamtökum.
Alla laugardaga
Tala og spila fer fram á aðalsafni alla laugardaga frá 11:00 – 12:30. Um er að ræða tíu skipti á haustönn og tíu skipti á vorönn. Boðið er upp á kaffi og kex. Öll velkomin og það kostar ekkert.
Bókasafnið í fjölþjóðlegu umhverfi
Viðburðaröðin Tala og spila er hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölþjóðlegu umhverfi og er styrkt af Nordplus, Bókasafnasjóði og jafnréttis- og mannréttindasjóði Kópavogsbæjar.

Vettvangur fyrir fullorðna til að æfa sig í íslensku í gegnum spil