Together

Fjöltyngdar smiðjur

haldnar í Gerðarsafni í samstarfi við Menningarhúsin í kópavogi.

Gagnkvæmur skilningur

Markmið smiðjanna er að stuðla að gagnkvæmum skilningi menningarheima og að vera samskipta- og sköpunarvettvangur fyrir fólk úr ólíkum áttum, flóttafólk, umsækjendur um vernd, innflytjendur og heimafólk.

Fjölbreyttar menningararfleifðir

Í hverri smiðju er lögð áhersla á menningararf og tungumál ákveðins lands eða heimssvæðis, með þátttöku kennara og sjálfboðaliða sem tala viðkomandi tungumál, auk
kennara og sjálfboðaliða sem tala íslensku og ensku.

Smiðjurnar eru opnar gestum á öllum aldri og engrar sérstakrar kunnáttu krafist, en gert er ráð fyrir að börn séu í fylgd með fullorðnum.