Verkefni

Opnu húsin eru grunnurinn í starfsemi GETU, en auk þess standa samtökin fyrir fjölbreyttum viðburðum í samstarfi við ýmsar menningarstofnanir. Þar mætti nefna fjöltyngdar listasmiðjur undir heitinu Together – multilingual workshops í samstarfi við Menningarhúsin í Kópavogi og Á mínu máli, viðburðadagskrá á ýmsum tungumálum í samstarfi við Hafnarborg menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar.