
Opin hús
Á Bókasafni Kópavogs á hverjum föstudegi.
Fjölmenning
Grunnurinn í starfsemi GETU – Samtaka eru opin hús fyrir flóttafólk og umsækjendur um vernd sem kallast Get together. Á opnum húsum er boðið upp á léttar veitingar, spjall og ýmis verkefni. Í starfseminni er lögð áhersla á fjölskyldur og barnafólk, þó reynt sé eftir bestu getu að mæta þörfum allra. Á staðnum eru leikföng fyrir börn, aðstaða fyrir fólk á öllum aldri til að teikna og mála, spila eða leysa verkefni á íslensku.
Nálgunin okkar
Markmiðið með opnu húsunum okkar er fyrst og fremst að rjúfa félagslega einangrun flóttafólks og umsækjenda um vernd og bjóða upp á öruggan vettvang fyrir fólk að hitta aðra í svipaðri stöðu. Mikill meirihluti þeirra sem koma til okkar eru barnafjölskyldur með börn sem standa utan við skólakerfið, bæði leikskólabörn sem eru ekki komin í þjónustu hjá sveitarfélögunum og börn á grunnskólaaldri sem eru á bið eftir að komast í grunnskóla. Hjá okkur fá þau rými til að leika sér og tækifæri til hitta jafnaldra. Við bjóðum upp á þroskandi verkefni sem þau hafa oftast ekki aðgang að heima hjá sér eins og að mála, perla og leira.
Upplýsingar um Get together opin hús er að finna á facebook síðu samtakanna.
